Niðurstöður úr Bebras áskorun
Bebras áskorunin fór fram dagana 8. -12. nóvember síðastliðinn. Um er að ræða alþjóðlegt verkefni sem miðar að því að tengja rökhugsun forritunar inn í skólastarfið. Að þessu sinni voru það 10 bekkir í Hofsstaðaskóla sem tóku þátt eða alls 186 nemendur í 4. - 7. bekk. Nú er búið að yfirfara niðurstöðurnar og stóðu nemendur skólans sig vel í glímunni við að leysa þrautirnar. Áhugasamir nemendur geta skráð sig inn á bebras.is með sama notendanafni og lykilorði og þeir notuðu í áskoruninni ef þeir vilja sjá stigin sín.
Þeir nemendur sem voru stigahæstir í sínum árgangi að þessu sinni voru:
4. bekkur:
Arney (náði hæsta skori í flokknum 108 stigum), Ketill Máni, Auður og Bjarney öll í 4. ÁS.
5. bekkur: (Tók þátt í flokknum 3. og 4. bekkur)
Brynjar Þór 5. AÞ, Erla Rún 5. AÞ og Hildur 5. RBG náðu hámarksfjölda stiga.
6. bekkur:
Kári Kristjánsson 6. ÖM, Kristjana Emma 6. HBS og Tinna 6. ÖM . Hæsta skor sem náðist hjá 6. bekk í skólanum okkar í þessum flokki var 111 stig.
7. bekkur: (Tók þátt í flokknum 5. og 6. bekkur)
Hrafn Steinsson í 7. VÓ náði hæsta skori í flokknum 129 stig af 135 mögulegum en næst á eftir honum komu Hekla Rán 7. VÓ, Bjarki Freyr 7. SGE og Reynir Máni 7. SGE.
Alls voru það 2.102 nemendur í 24 skólum á Íslandi sem tóku þátt. Fjöldi stúlkna var 959 og drengja 1.117. Áskorunin skiptist upp í 6 flokka eftir þyngdarstigi/aldursviðmiði og skiptust þrautirnar í hverjum flokki upp þrjá mismunandi erfiðleikaflokka A, B og C.
ALDURSHÓPUR |
FJÖLDI SPURNINGA |
HÁMARKSFJÖLDI STIGA |
HÆSTA SKOR |
1. og 2. bekkur (6-7 ára) |
9 |
81 |
81 |
3. og 4. bekkur (8-9 ára) |
12 |
108 |
108 |
5. og 6. bekkukr (10-11 ára) |
15 |
135 |
129 |
7. og 8. bekkur (12-13 ára) |
15 |
135 |
123 |
9. og 10. bekkur (14-15 ára) |
15 |
135 |
117 |
Framhaldsstig (16- 18+) |
15 |
135 |
117 |