Röskun á skóladegi í 1. - 6. bekk 10. janúar 2022
Kennsla verður felld niður hjá nemendum í 1. – 6. bekk í Hofsstaðaskóla frá kl. 11.10 mánudaginn 10. janúar. Það verður því ekki matur í skólanum.
Heilsugæslan og almannavarnir munu bjóða upp á bólusetningu fyrir nemendur skólans þennan dag frá kl. 12.00 í Laugardalshöllinni. Til þess að persónuverndar sé gætt er kennslan felld niður hjá öllum nemendum í þessum árgöngum. Heilsugæslan mun upplýsa forráðamenn um framkvæmdina. Skólinn hefur enga aðkomu að framkvæmd bólusetningar né skipulagningu vegna hennar.
Kennsla verður með hefðbundnum hætti í 7. bekk þennan dag sem og hádegisverður. Frístundaheimilið Regnboginn er opinn á hefðbundnum tíma frá kl. 14.00 og frístundabíllinn ekur samkvæmt áætlun.
Þriðjudaginn 11. janúar er skipulagsdagur í öllum leik- og grunnskólum Garðabæjar samkvæmt útgefnu skóladagatali. Frístundaheimilið er opið þann dag fyrir þau börn sem búið er að skrá.
F.h. skólayfirvalda
Hafdís Bára Kristmundsdóttir
skólastjóri