Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Forvarnarvika

03.10.2022
Forvarnarvika

Forvarnavika Garðabæjar er haldin 5.-12. október 2022. Um er að ræða þemaviku þar sem unnið verður með hugtökin farsæld -foreldrahlutverk og samvera. Það er íþrótta- og tómstundaráð Garðabæjar sem stendur að forvarnaviku í samstarfi við skóla bæjarins, félagsmiðstöðvar og fleiri stofnanir.

Í Hofsstaðaskóla verður unnið með hugtakið Farsæld Hvað þýðir það? Að farnast vel í lífinu og líða vel. Fjallað verður um samspil ólíkra þátta eins og t.d. svefn, mataræði, vinátta, gleði og samvera því allir áðurnefndir þættir geta stuðlað að farsæld barna. 

Einnig verður unnið með hugtakið Samvera Hvað er samvera? Hvað felur samvera í sér – skilgreina hugtakið með nemendum. Farið yfir það með nemendum hvað góð samskipti og samvera við aðra, bæði vini og fjölskyldu, hafi góð áhrif á líðan og sjálfsmynd nemenda. Í vikunni munu tveir vinabekkir hittast og gera eitthvað skemmtilegt saman. Nemendur í 6. og 7. bekk munu fá fræðslu um samskipti en fræðslan verður í umsjón skólahjúkrunarfræðings og námsráðgjafa.

Í vikunni 5.-12. október eru foreldrar sérstaklega hvattir til að eiga góða samverustund með börnunum.

 

Til baka
English
Hafðu samband