Skólablak
Nemendur í 5. og 6. bekkjum Hofsstaðaskóla munu taka þátt í Skólablaki fimmtudaginn 6. október. Mótið fer fram í Miðgarði í Garðabæ. Nemendur í 5. bekk munu hefja leik kl. 10:45-12:15 og 6. bekkur kl. 12:30-14:00. Nemendur velja sér í 2-3ja manna lið. Gengið verður frá Hofsstaðaskóla 30 mínútum áður en mótið byrjar. Íþróttakennarar skólans hafa umsjón með nemendum, hvetja þá og styrkja til þátttöku.
Skólablað er blakviðburðir fyrir grunnskóla krakka í 4. - 6.bekk um allt land. Farin er hringur í kringum landið og er áætlað að um 500-700 krakkar taki þátt í hverjum viðburði fyrir sig. Markmiðið með skólablaki er að kynna krökkunum og kennurum fyrir blakíþróttinni og auka sýnileika hennar á landsvísu. Einnig er þetta frábær vettvangur fyrir hópefli hjá nemendum og mikil skemmtun fyrir alla. Stefnan er að gera þetta að árlegum viðburði.
Hér er hægt að lesa nánar um viðburðinn