Nemendastýrð foreldrasamtöl – þróunarverkefni 2023-24
31.10.2023
Fimmtudaginn 26. október var nemenda- og foreldrasamtalsdagur. Þetta skólaár taka 23 umsjónarkennarar þátt í þróunarverkefni þar sem áherslan er á nemendastýrð foreldrasamtöl. Í kjölfar viðtalanna var könnun send á foreldra til að fá endurmat á hvað gekk vel og hvað mætti betur fara. Niðurstaða þeirrar könnunar er nánast á einn veg foreldrar voru mjög ánægðir með þetta fyrirkomulag. Nemendur á miðstigi munu einnig svara könnun þar sem við fáum þeirra upplifun á samtalinu.Vikurnar fyrir samtalsdaginn var mikill undirbúningur hjá nemendum og umsjónarkennurum þeirra. Nemendur æfðu sig einslega í samtalshópum og einstaklingslega með umsjónarkennaranum sínum. Í nemendasamtalinu fóru nemendur yfir frammistöðu sína bæði námslega og félagslega og var mjög misjafnt eftir árgöngum hvernig útfærslan var. Undirbúningsvinnan gerði nemendur meðvitaðri um eigið nám og hegðun og þeir gengu stoltir inn í viðtalið þar sem þeir voru megin þátttakendurnir.