Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Hvert einasta barn er fjársjóður

13.11.2023
Hvert einasta barn er fjársjóðurÞorgrímur Þráinsson var með einlægt, hispurslaust og afar áhugavert fræðsluerindi eftir aðalfund foreldrafélagsins 9. nóvember sl.
Þorgrímur hefur í 14 ár heimsótt 220 grunnskóla á ári þar sem hann spjallar við nemendur í 10. bekk. Það er því óhætt að segja að Þorgrímur sé með puttann á púlsinum þegar kemur að líðan og stöðu barna og unglinga.

Það eru fimm lykilþættir sem stuðla að góðri heilsu barnanna okkar. Þeir eru:
• Hollur matur, þetta vitum við öll 😊
• Læsi, rannsóknir sýna að það er jákvæð fylgni á milli lesturs og námsárangurs. Þorgrímur nefndi dæmi um nemanda sem skilur ekki prófspurningu, ekki af því að viðkomandi er heimskur heldur vegna þess að hann skilur ekki spurninguna, hefur ekki orðaforðann. Þessi nemandi er mjög líklegur til þess að detta úr út námi.
• Svefn, geta heilans til að læra getur minnkað um 40% ef þú sefur of lítið. Svefnvana krakkar glíma frekar við kvíða, þunglyndi og dapra sjálfsmynd.
• Félagsleg virkni, einmanaleiki getur valdið veikindum. Gæludýr geta gert kraftaverk. Öll þráum við stuðning, traust, kærleika, nánd og samtal.
• Dagleg og kröftug hreyfing, krakkar sem eru í góðu standi varðandi hreyfingu fara á grænu ljósi í gegnum skólann. Íþróttaiðkun hjálpar börnum sem lifa við erfiðar heimilisaðstæður í gegnum lífið skv. sænskri rannsókn.

“Síminn getur verið þinn versti óvinur, 5 klst í símanum á dag eru 76 dagar á ári 😲”
Til baka
English
Hafðu samband