Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Stóra upplestarkeppnin í Garðabæ

29.04.2024
Stóra upplestarkeppnin í GarðabæLokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fór fram í Sjálandsskóla fimmtudaginn 18. apríl, en þá lásu nemendur í 7. bekk sem valdir voru úr Hofsstaðaskóla, Álftanesskóla, Flataskóla, Sjálandsskóla og Urriðaholtsskóla svipmyndir úr skáldsögunni Hetja eftir Björk Jakobsdóttur og ljóð eftir Braga Valdimar Skúlason.

Jóhann Steinar Ingimundarson fulltrúi skólanefndar flutti ávarp á hátíðinni og nemendur í Sjálands- og Flataskóla sýndu skemmtiatriði. Formaður dómnefndar var Jóhann Skagfjörð Magnússon skólastjóri Garðaskóla.

Nemendur stóðu sig með mikilli prýði við upplesturinn og í lokin fengu allir viðurkenningu, bók og rós fyrir þátttökuna. Auguste Balciunaite nemandi í Flataskóla stóð uppi sem sigurvegari keppninnar, í öðru sæti var Dagur Ingi Líndal Ingason nemandi okkar í Hofsstaðaskóla og í þriðja sæti var Ásdís Freyja Andradóttir nemandi í Álftanesskóla.

Við óskum sigurvegurunum innilega til hamingju og öllum þátttakendum fyrir skemmtilega keppni.

Hér má sjá myndir
Til baka
English
Hafðu samband