Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Rithöfundur í heimsókn

06.04.2025
Rithöfundur í heimsókn

Kristín Helga Gunnarsdóttir rithöfundur heimsótti nemendur í 1. til 3. bekk föstudaginn 4. apríl. Kristín Helga sagði frá bókunum sínum og bakgrunni þeirra í Garðahreppi og Garðabæ en hún er alin upp í Silfurtúninu og hefur nýtt umhverfi og samferðafólk í skrifum sínum. Hún sagði m.a. frá Fíu Sól sem nemendur þekkja vel.

Hún lagði ríka áherslu á það við börnin að þau nýti tímann sinn vel og fallega því tíminn líður hratt. Hún vakti líka athygli á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og því að börn hafa réttindi og eiga að nýta sér þau. Nemendur voru ánægðir með heimsóknina, hlustuðu vel, sýndu virðingu og fallega framkomu við gestinn okkar og aðra áheyrendur. 

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband