Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skólahátíð Stóru upplestrarkeppninnar

06.04.2025
Skólahátíð Stóru upplestrarkeppninnar

Skólahátíð Stóru upplestrarkeppninnar var haldin í Hofsstaðaskóla 1. apríl og er hún undirbúningur fyrir lokahátíð keppninnar sem fram fer í Flataskóla 8. maí nk.
Á hátíðinni lásu átta nemendur úr 7. bekk svipmyndir úr skáldsögunni Hetja eftir Björk Jakobsdóttur, fluttu ljóð eftir Braga Valdimar Skúlason og að lokum ljóð að eigin vali. Allir lesarar stóðu sig með mikilli prýði.

Tveir lesarar voru valdir til þátttöku í lokakeppninni og einn varamaður. Aðalmenn eru þær Auður Óttarsdóttir og Sara Margrét Þorsteinsdóttir og varamaður þeirra er Arnar Ze Guðfinnsson.

Dómnefndin var skipuð þeim Hafdísi Báru Kristmundsdóttur skólastjóra, Kristínu Thorarensen bókasafnskennara og Önnu Þóru Jónsdóttur umsjónarkennara.

Þetta var falleg og hátíðleg stund sem varð enn glæsilegri fyrir tilstilli nemenda úr 7. bekk sem fluttu okkur tónlistaratriði.
Til hamingju allir lesarar!


Til baka
English
Hafðu samband