Námsmat vorið 2021
Í skólanum er lögð áhersla á fjölbreytt námsmat með það að leiðarljósi að leiðbeina nemendum í náminu og aðstoða þá hvernig þeir geti náð þeim hæfniviðmiðum sem lögð eru til grundvallar. Námsmat er hluti af daglegu starfi og er t.d. í formi símats, leiðsagnarmiðað og einstaklingsmiðað. Auk þekkingar, leikni og hæfni tekur námsmat til viðhorfa, samskipta og vinnubragða og á að vera hvetjandi, greinandi og leiðbeinandi.
Niðurstöður námsmats eru upplýsandi fyrir kennara, nemendur og foreldra og skal hæfni og árangur nemandans ávallt miðast við hans eigin getu. Jafnt og þétt yfir skólaárið er búið að merkja við hæfniviðmið hjá nemendum. Þegar búið er að merkja við öll hæfniviðmið í hverri námsgrein fyrir sig fá nemendur hæfnieinkunn sem er lokamat. Þegar hæfnieinkunn er metin þarf að horfa yfir hæfnikort nemandans og meta hvaða lokatákn hann fær. Hæfnieinkunn í öllum námsgreinum fer á vitnisburðarblað sem er prentað út og afhent nemendum á skólaslitum.
Skólafærni er metin tvisvar sinnum á skólaárinu, um áramót og að vori og lokamat gefið að vori.
- Frá 25. maí verður námsmat í Mentor ekki sýnilegt nemendum og foreldrum, á meðan kennarar eru að vinna í skráningu lokanámsmats.
Nemandi sem er í leyfi/veikur þegar námsmat er lagt fyrir:
- Nemandi lýkur námsmati áður en hann fer í leyfi ef það er tilbúið og getur tekið án teljandi aðstoðar.
- Nemandi lýkur námsmati í næstu mögulegu kennslustund eftir að hann kemur úr leyfi ef ekki er búið að ganga frá vitnisburði.